
Svepparíkið
Innsetning
1. janúar
10:00
Innsetning unnin út frá heimildaþáttaröðinni Svepparíkið eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur og Ernu Kanema Mashinkila sem sýnd verður á RÚV í lok sumars. Hún er hylling til þeirrar fegurðar og margbreytileika sem finnst í ríki sveppanna, hvort sem um er að ræða glæsilega matsveppi, smásæ gró eða sveppþráðanet sem teyga sig yfir margra ferkílómetra svæði. Til undirstrika margslungna og dularfulla stemningu svepparíkisins má heyra tónlist sem Sindri Már Sigfússon samdi fyrir þættina og byggir meðal annars á ómum frá rafboðum sveppanna sjálfra.