6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Maks Piłasiewicz lærði sjónræna mannfræði við Háskólanum í Varsjá. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði dagskrárgerðar og framkvæmdar við kvikmyndahátíðir á borð við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, Kvikmyndahátíðina í Varsjá, Transatlantyk Festival og Millennium Docs Against Gravity. Maks er í dagskrárteymi IceDocs, heimildamyndahátíðarinnar á Akranesi, og ŻUBROFFKA International Short Film Festival og starfar við framleiðslustjórn í hreyfimyndasmiðjunni Animoon þar sem hann stýrir alþjóðlegum samframleiðsluverkefnum. 

Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri Bíó Paradís, eina listræna kvikmyndahússins á Íslandi. Hún býr yfir víðtækri þekkingu á kvikmyndamenningu, kvikmyndahátíðum og útgáfu kvikmynda. Sérsvið hennar eru listabíó og heimildamyndir, sem hún nálgast af mikilli fagmennsku og djúpri ástríðu. 

Sighvatur Ómar Kristinsson hefur starfað sem klippari í yfir 20 ár og er með M.A. gráðu í klippingu frá hinum virta NFTS kvikmyndaskóla í Bretlandi. Heimildamyndir sem hann hefur klippt hafa unnið til verðlauna, þar á meðal áhorfendaverðlaunin Einarinn á Skjaldborg og Edduna fyrir bestu heimildamynd.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo