22. — 25. maí 2026
Patreksfjörður

Heið­urs­gesta­spjall: Aless­andra Celesia

Heið­urs­gesta­spjall

7. júní
20:15

Heiðursgestur Skjaldborgar 2025 er ítalska leikstýran Alessandra Celesia. Alessandra býr jöfnum höndum í París og Belfast og hefur stundað heimildamyndagerð á Norður-Írlandi sem og í heimalandinu. Hún er menntuð í bókmenntum og leiklist og hóf feril sinn í sviðslistum áður en hún sneri sér að heimildamyndagerð. Alessandra mun halda fyrirlestur á laugardeginum 7.júní að lokinni sýningu á verðlauna mynd sinni The Flats(Íbúðirnar). Myndin hefur ferðast hátíðahringinn frá því snemma árs 2024 og vann meðal annars aðalverðlaunnin á CPH:DOX 2024 og heimildamynd ársins á IFTA, írsku kvikmyndaakademíuverðlaununum. Í umsögn dómnefndar CPH:DOX sagði: “not only creative and conceptual daring, but a filmmaker with the humility to realise when the story outgrows its framework, and the confidence to follow where it and its fantastically vivid characters lead.”

Heiðursgestaspjallið er í Skjaldborgarbíói.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo