Opið hús í Vatneyrarbúð
Opið hús
Opið hús í Vatneyrarbúð
Vesturbyggð býður gestum í Vatneyrarbúð á hvítasunnudag milli klukkan 18:00 og 20:00. Vatneyrarbúð er eitt af sögufrægustu húsum á Patreksfirði og hefur mikið varðveislugildi sem vitnisburður um atvinnusögu þorpsins. Húsið hefur nýlega verið gert upp en sagt verður frá fyrirhugaðri starfsemi í húsinu og boðið upp á léttar veitingar.
Vatneyrarbúð er staðsett niðri á Vatneyri milli Pakkhúss og Pálsúss við Aðalstræti (rétt hjá FLAK).
//
Open house courtesy of Vesturbyggð municipality to introduce the operations in Vatneyrarbúð on Sunday May 28th from 18:00-20:00. The newly renovated Vatneyrarbúð is one of the oldest houses in Patreksfjörður which will soon open as a multipurpose exhibition space. Light refreshments.