6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Palestína í fókus

í brenni­depli

18. maí
12:10

Dagskrárnefnd Skjaldborgar býður upp á vel valdar heimildastuttmyndir frá Palestínu.

THE SILENT PROTEST JERUSALEM 1929 (2019)

Þann 26.október 1929 efndu Palestínskar konur til kvennahreyfingar í Jerúsalem þar sem um 300 konur flykktust til borgarinnar hvaðanæva frá Palestínu. Þvert yfir borgina héldu þær þögul mótmæli gegn hlutdrægni breska landsstjórans gagnvart örubum í Buraq uppresininni. Þetta er þeirra saga.

Leikstjórn: Mahasen Nasser-Eldin

Framleiðsla: Mahasen Nasser-Eldin & Hannah Atallah

MADE IN PALESTINE (2024)

Hirbawi textílverksmiðjan er fjöslkyldufyrirtæki sem stofnað var í Hebron 1961 og er síðasta starfandi vafnaðarverkstæðið sem enn framleiðir hefðbundna palestínska kuffiyeh klúta. Bræðurnir Izzat, Abdullah og Jouda sjá um daglegan rekstur en faðir þeirra, Hajj Yasser, stofnaði fyrirtækið. Framleiðsla kuffiyeh klúta í heimalandinu er mikilvægt baráttumál, en að baki liggur virðing fyrir klútnum sem þjóðernistákni með órjúfanleg tengsl við Palestínsku þjóðina.

Leikstjórn: Mariam Dwedar

FLYING PAPER (2014)

Fljúgandi pappír er hrífandi frásögn af Palestínskum börnum á Gaza á vegferð sinni að setja, og fá skráð, heimsmet í heimsmetabók Guinnes í fjölda flugdreka á lofti á sama tíma. Frá sjónarhóli barnsins er sögð saga af einbeittri og listrænni tjáningu sem skapandi andspyrnu.

Leikstjórn: Nitin Sawhney & Roger Hill

Framleiðsla: Nitin Sawhney, Roger Hill & Voices Beyond Walls ungmennastarf

Umsjón / curated by: Hátíðastjórnendur / Festival organisers

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo