Off venue sýning í Skriðu - Bókin
17. maí
22:20
Stuttmyndin Bókin verður sýnd á meðan á hátíðinni stendur í prentverkstæði Skriðu, en þar verður opið 22:20-00 föstudaginn 17. maí og frá 13-16 laugardag og sunnudag.
Bókin
Í elstu starfandi fornbókabúð landsins starfa bóksalarnir Ari Gísli og Eiríkur. Þegar þeir byrjuðu ungir menn í bransanum á níunda áratugnum voru 14 fornbókaverslanir í miðborg Reykjavíkur. Árið 2024 stendur Bókin ein eftir. Í myndinni fylgjumst við með daglegu lífi í tímahylkinu á horni Hverfisgötu og Klapparstígs.
Leikstjórn: Flóki Larsen