6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Magnus Gertten á Skjaldborg

Leik­stjóra­spjall: Magnus Gertten

4. júní
20:00

Leikstjóraspjall með Magnus Gertten, heiðursgesti Skjaldborgar 2022

Laugardaginn 4. júní kl. 20:00

Magnus Gertten er margverðlaunaður leikstjóri og framleiðandi frá Malmö. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Auto Images árið 1998 en þar er áherslan fyrst og fremst skapandi heimildamyndir.  Magnus hefur leikstýrt yfir 15 heimildamyndum síðastliðna tvo áratugi og hafa verk hans verið sýnd í yfir 60 löndum. Auk þess hefur Magnus komið að fjölda verðlaunaðra verka eftir aðra leikstjóra sem framleiðandi og meðframleiðandi, heima fyrir sem og erlendis. Meðal heimildaverka sem Magnus hefur meðframleitt er danska heimildamyndin Armadillo sem vann til verðlauna í Cannes árið 2010. 

Magnus leitast við að skapa nánd í nálgun sinni á viðfangsefni og sýna margbreytileikann í hverri mannlegri sögu.  Meðal verðlauna sem Magnus hefur hlotið fyrir verk sín eru Berlinale Teddy Jury Award á kvimyndahátíðinni í Berlín (2022) fyrir Nelly & Nadine, FIPRESCI verðlaunin á Thessaloniki Documentary Festival (2015) fyrir Every Face has a Name og Best Documentary á Hamptons International Film Festival (2009) fyrir Long Distance Love. Magnus hóf feril sinn í sjónvarps- og útvarpsfréttum áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Árið 2017 var Magnus gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Malmö. 

//

Magnus Gertten is an award-winning director and producer from Malmö, Sweden. He established the production company Auto Images in 1998, which focuses on the production of creative documentaries. Magnus has directed more than 15 documentaries and his films have been screened by broadcasters and at film festivals in more than 60 countries. In addition, Magnus has produced and co-produced numerous award winning documentaries by other filmmakers, at home and abroad. Among his documentary co-productions is the Danish Cannes winner Armadillo (2010). 

Magnus works in an intimate, non-journalistic style, always looking for the complexity in the portrait of a human being. His most notable awards as a director include The Berlinale Teddy Jury Award at Berlin International Film Festival for Nelly & Nadine (2022), The FIPRESCI award at Thessaloniki Documentary Festival (2015) for Every Face has a Name and Best Documentary at Hamptons International Film Festival (2009) for Long Distance Love. Prior to establishing his company and focusing on filmmaking, Magnus’ background was in TV and radio journalism. In 2017 he was made an honorary doctor at the University of Malmö.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo