6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Skjald­bakan: Fræðslu­starf Skjald­borgar

27. maí
14:45

Skjaldbakan - kynning á fræðslustarfi Skjaldborgar

Skjaldbakan er fræðslustarf Skjaldborgar miðað að krökkum í 5.-7. bekk. Þar fá þáttakendur að spreyta sig á að undirbúa, taka upp og klippa stuttar heimildamyndir og sýna afraksturinn á hvíta tjaldinu. Skjaldbakan hóf göngu sína 2022 og hefur verið starfrækt á Patreksfirði, Seyðisfirði og í Reykjavík, en með því móti fá krakkarnir innsýn í líf og hugarheim jafnaldra sinna víðsvegar um landið. 

Á föstudagsmorgni 26. maí 2023 er nemendum í Patreksskóla boðið í Skjaldborgarbíó til að horfa á sýnishorn frá Skjaldbökunámskeiðunum sem haldinu voru síðasta haust auk þess að fá frábæra heimsókn frá tveimur ungum heimildamyndahöfundum, þeim Kára Einarssyni og Orra Eliasen. Þeir félagar ásamt Rommel Ivar Q. Patagoc og Adam Son Thai Huynn gerðu heimildamyndina Skrekkur - Á bak við tjöldin þegar þeir kláruðu 10. bekk í Laugalækjarskóla. Myndin var frumsýnd 2022 í Laugarásbíói og sýnd á RÚV í kjölfarið. Höfundarnir segja frá reynslu sinni og nemendur Patreksskóla fá tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr. 

Skjaldbakan er starfrækt af Skjaldborg í samstarfi við patreksskóla seyðisfjarðar skóla, hólabrekkuskóla og tónabæ, Bíó Paradís, Herðubíó, Skjaldborgarbíó, BRAS, Heimamyndasamsteypuna, Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Skjaldbakan hefur nýlega hlotið styrk frá Barnamenningarsjóði í annað sinn auk stuðnings frá Sóknaráætlun Vestfjarða 2022 og 2023. 

Sýnishorn af Skjaldbökumyndum frá 2022:

Spítalinn, Patreksfjörður: Elma Lind Guðbjartsdóttir, Alexandra Líf Gunnarsdóttir, Rakel Embla Þórarinsdóttir og Alexander Nói Ásgeirsson

Bob the Axolotlecm, Seyðisfjörður: Jónatan Dreki Jóhannsson

Graffítí líf, Reykjavík: Grétar Orri Tómasson, Viktor Tumi Helgason og Stefán Hagalín Árnason

SKJALDBÖKUDAGSKRÁ PATREKSSKÓLA

Verk sem sýnd verða nemendum á föstudagsmorgni:

Spítalinn, Patreksfjörður: Elma Lind Guðbjartsdóttir, Alexandra Líf Gunnarsdóttir, Rakel Embla Þórarinsdóttir og Alexander Nói Ásgeirsson

Graffítí líf, Reykjavík: Grétar Orri Tómasson, Viktor Tumi Helgason og Stefán Hagalín Árnason

Hoppuskopp, Patreksfjörður: Oddur Aðalbjörn Jakobsson, Daníel Már Ólafsson og Jóhanna Kristín Siggeirsdóttir

Betri Jörð, Patreksfjörður: Patrycja Parzych og Magdalena Krupa

Bob the Axolotlecm, Seyðisfjörður: Jónatan Dreki Jóhannsson

Skrekkur - Á bak við tjöldin: Kári Einarsson, Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn

Umsjón: Bóbó, Karna og Davíð Rúnar sýningarstjóri

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo