Bóndi: Kvikmyndasafn Íslands
27. maí
14:45
Kvikmyndasafn Íslands kemur vestur með nýja stafræna endurgerð af heimildamyndinni Bóndi eftir Þorstein Jónsson um Guðmund Ásgeirsson, bónda í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp, sem hafði búið án rafmagns, véla eða vegarsambands. Þetta var hrein og saklaus sveit, fjarri þéttbýlinu, sem aðeins fáir höfðu augum litið. Verið er að leggja veg inn Djúpið og vegurinn kemur að notum, þegar kemur að því að hætta hokrinu, fella fjárstofninn og koma sér í þéttbýlið.