6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Reynir Oddsson í brenni­depli

í brenni­depli

19. maí
20:30

Reynir Oddsson leiddi stórar breytingar í íslenskri kvikmyndagerð á 7. áratug síðustu aldar. Hann lærði leiklist og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og London og var með allra fyrstu Íslendingum til að mennta sig í kvikmyndagerð. Þegar hann kom heim úr námi mætti hann með nýbylgjuhugmyndir inn í íslenska kvikmyndagerð og bar hans fyrsta mynd, Slys (1962), keim af þeim. Myndinni var mikið hampað fyrir nýstárlega fagurfræði sem hann endurtók í sínum næstu myndum, Fjarst í eilífðar útsæ (1964) og Flug 401 (1966). Myndir Reynis slógu nýjan og ferskan tón sem átti eftir að óma á sjöunda og áttunda áratugnum og breyta miklu í efnistökum og fagurfræði íslenskra kvikmynda. Ein merkasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu var Morðsaga (1977), þar sem Reynir sótti mikinn innblástur til frönsku nýbylgjunnar og reif í sig heimilislíf íslenskra efri stétta með markvissri fagurfræði og krefjandi kynjapólitík. Myndin var síðasta leikna myndin í fullri lengd sem gerð var fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs.

Reynir Oddsson lærði leiklist og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og London. Þegar hann kom heim úr námi mætti hann með nýbylgjuhugmyndir inn í íslenska kvikmyndaiðnaðinn. Fyrsta myndin hans, Slys (1962), var mikið hampað fyrir nýstárlega fagurfræði. Ein merkasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu var Morðsaga (1977), þar sem Reynir sótti mikinn innblástur til frönsku nýbylgjunnar og reif í sig heimilislíf íslenskra efri stétta með markvissri fagurfræði og krefjandi kynjapólitík. Myndir Reynis slógu nýjan og ferskan tón sem átti eftir að óma á sjöunda og áttunda áratugnum og breyta miklu í efnistökum og fagurfræði íslenskra kvikmynda.

 

Fjarst í eilífðar útsæ (1963)

Reynir Oddsson leikstýrir þessari metnaðarfullu heimildamynd þar sem horfið er frá sól í heiði og fallegri náttúru og landið sýnt í hrikalegra en ekki síður fallegu ljósi. 

Lengd: 17 mín

Flug 401 / Flight 401 (1966)

Heimildamynd um störf flugfreyja í flugi til New York, mynd með feminíska undirtóna og nýbylgjulega fagurfræði. Einstök mynd í íslenskri kvikmyndagerð.

Lengd: 31 mín

Kynning: Ester Bíbí Ásgeirsdóttir

Umsjón: Kvikmyndasafn Íslands / The National Film Archives of Iceland

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo