Heiðursgestaspjall með Maya Hawke & Joe Bini
Heiðursgestaspjall
Joe Bini og Maya Daisy Hawke eru margverðlaunaðir klipparar sem jafnframt eru hjón og samherjar í leik og starfi. Þau klippa kvikmyndir, kenna meistarafyrirlestra ásamt því að skapa ‘live cinema’ kvikmynda- og fyrirlestraverk. Í verkum sínum kanna þau valdahlutföll í kvikmyndagerð og hjónabandinu.
Maya Daisy Hawke klippti verðlauna-heimildamyndina Navalny sem frumsýnd var á Sundance hátíðinni 2022 og hreppti þar tvöföld áhorfendaverðlaun. Myndin vann til fjölmargra verðlauna víða um heim í kjölfarið en helst ber að nefna Óskarsverðlaunin 2023 og BAFTA verðlaunin 2023. Nýjasta verk sem Maya klippti er heimildamyndin Sugarcane sem var frumsýnd á Sundance fyrr á árinu þar sem hún vann Sundance Directing Award 2024. Maya var meðklippari á heimildamyndinni Cave of Forgotten Dreams eftir Werner Herzog með manni sínum Joe Bini. Yfirklippara- og klippiráðgjafaferill Mayu telur myndirnar Joonam (Sundance 2023), Black Box Diaries(Sundance 2024), After a Revolution (IDFA 2022), A Photographic Memory(True/False 2024) og Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur (2022 HotDocs). Hún hefur einnig klippt heimildamyndaþáttaraðir fyrir BBC og auglýsingar fyrir Apple. Þess utan hefur hún komið að klippingu átta verka úr smiðju Werner Herzog þeirra á meðal er Grizzly Man frá árinu 2005. Hún hefur sjálf leikstýrt fjölda tilraunakenndra kvikmynda sem sýndar hafa verið á Museum of Moving Image (New York), Sundance kvikmyndahátíðinni, ICA Frames of Representation (London), LACMA (Los Angeles), Camden International kvikmyndahátíðinni og á IDFA hátíðinni í Amsterdam. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við Sundance vinnusmiðjurnar frá árinu 2017 og verið sérfræðingur í Sundance Nonfiction Directors residensíunni og Sundance Interdisciplinary náminu. Maya er meðlimur í Óskarsakademíunni (The Academy of Motion Picture Arts and Sciences).
Joe Bini er klippari, handritshöfundur og leikstjóri sem er hvað helst þekktur fyrir áratuga samstarf sitt við leikstjórann Werner Herzog við merkar heimildamyndir á borð við Little Dieter Needs to Fly, Grizzly Man, Cave of Forgotten Dreams, og Into the Abyss, og leiknu myndinar Rescue Dawn og The Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans. Sex kvikmyndir sem hann hefur klippt hafa verið frumsýndar á Cannes kvikmyndahátíðinni. Þar ber helst að nefna American Honey eftir leikstjórann Andrea Arnold og Lynne Ramsay kvikmyndirnar We Need To Talk About Kevin og You Were Never Really Here, en hann vann Independent Spirit verðlaunin sem besti klipparinn fyrir þá mynd. Hann vann Emmy handritaverðlaunin í flokknum Best Nonfiction fyrir myndina Roman Polanski: Wanted and Desired, og skrifaði og meðleikstýrði tilraunakenndu margmiðlunar-heimildaverki um Kronos Kvartettinn sem nefndist A Thousand Thoughts. Það var var frumsýnt á Sundance kvikmyndahátíðinni 2023 og hefur verið sýnt í kvikmyndahúsum víða um heim. Það sem af er þessu ári hefur Joe lokið við klippingu á tveimur leiknum kvikmyndum, einni sjónvarpsþáttaröð og er að hefja vinnu við að klippa heimildamynd í fullri lengd. Joe er meðlimur í Óskarsakademíunni (The Academy of Motion Picture Arts and Sciences).
Saman hafa Maya og Joe skapað Little Ethiopia, sem er eins konar ástarsögu-masterclass um tvo klippara, þar sem kvikmynduðu efni er blandað við lifandi framkomu á sviði og flutt var nokkrum sinnum á árunum 2018-2020. Verkinu hefur verið lýst sem listrænni vaudeville skemmtidagskrá þar sem hver sýning var frábrugðin hinni, klippt á staðnum með lifandi framsögu. Maya og Joe eru að þróa nýtt verkefni með svipuðu sniði sem ber vinnuheitið Endless Fall: a masterclass in the film noir style.
Auk meistaraspjalls með Maya og Joe verða sýndar 2 heimildamyndir sem þau hafa klippt á ferlinum.