17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður

Leik­stjóra­spjall: Corinne van Egeraat & Petr Lom

Heið­urs­gesta­spjall

27. maí
19:30

Corinne van Egeraat og Petr Lom eru lífsförunautar og kvikmyndagerðarteymi sem gerir út frá Amsterdam. Þau flytjast reglulega til fjarlægra landa til að getað sokkið sér í verkefni sín og dvelja jafnvel nokkur ár í senn. Corinne er skapandi framleiðandi með leikhúsbakgrunn sem brennur sérstaklega fyrir verkefnum er varða tjáningarfrelsi. Petr er doktor í stjórnmálaheimspeki frá Harvard sem síðar gerðist kvikmyndaleikstjóri og tökumaður. Áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð var hann dósent við George Soros Mið-Evrópuháskólann í mannréttindum og heimspeki.

Saman stofnuðu Corinne og Petr framleiðslufyrirtækið ZINDOC sem framleiðir skapandi heimildarmyndir um brýn félagsleg og pólitísk efni. ZIN er skammstöfun á hollensku orðunum „Zonder Iemand Niemand“: „án annarra er enginn“. Nafnið er innblásið af upplifun Corinne og Petr ákvikmyndagerð þar sem styrkur hópsins er áþreifanlegur í framlagi hvers og eins sem að verkinu koma.

Nýjasta verk þeirra er margverðlaunuð heimildamynd Myanmar Diaries (2022) sem flokkast undir sk. samsláttarform (hybrid). Að henni stendur nafnlaus hópur kvikmyndagerðafólks sem kallar sig Myanmar Film Collective. Alþjóðlegar viðurkenningar sem verkið hefur hlotið eru meðal annars Berlinale heimildarmyndaverðlaunin, Berlinale Amnesty International verðlaunin, Tony Elliot Impact Award HRWFF í London, besta leikstjórn á hátíðinni One World Prag, Movies That Matter Camera Justitia verðlaunin í Hollandi og Chantal Ackerman verðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Jerusalem.

Sem stendur eru Corinne og Petr að vinna að tveimur heimildamyndum í fullri lengd. Önnur ber titilinn We are the River sem fjallar um Whanganui ána á Nýja Sjálandi en hún er fyrsta áin í heiminum til að öðlast persónuréttindi og nýtur í dag því sömu réttinda og manneskja gagnvart lögum. Í verkinu er því velt upp hvernig frumbyggjaþekking geti stuðlað að björgun jarðarinnar á tímum loftlagsvárinnar. Hin ber titilinn The Coriolis Effect sem tekin er upp á Grænhöfðaeyjum, eyjaklasanum sem er þekktur fyrir að skapa fellibyli, og fjallar einnig um loftslagsbreytingar.

Í tengslum við útgáfu mynda sinna standa Corinne og Petr fyrir herferðum til þess að auka meðvitund um efnistökin og leiða til breytinga í samfélaginu.

Umsjón: Kristján Loðmfjörð

//

Partners in life and work, independent filmmakers Corinne van Egeraat and Petr Lom are based out of Amsterdam but work as immersive filmmakers who regularly relocate abroad to work on their films. Creative producer Corinne is a Dutch native with a background in theatre who specializes in projects on freedom of expression. Petr is a Harvard political philosophy doctorate turned film director and cinematographer. Prior to embarking on a career in filmmaking he was Associate Professor at George Soros’ Central European University in human rights and philosophy. Petr is a Czech native who grew up in Canada.  

Together, Corinne and Petr founded ZINDOC, a production company that produces creative documentary films on urgent social and political topics. ZIN is an abbreviation of the Dutch words 'Zonder Iemand Niemand': 'without others there is none'. The name stems from Corinne and Petr’ experience of filmmaking being a joint effort and finding synergy with inspiring people.

Their latest production is award winning hybrid documentary Myanmar Diaries (2022) by the anonymous Myanmar Film Collective whose international recognitions include Berlinale Documentary Award and the Berlinale Amnesty International Award, the HRWFF London's Tony Elliot Impact Award by Time OutOne World Prague's Best Director in International Competition Award, the Movies That Matter Camera Justitia Award in the Netherlands and the Chantal Ackerman Prize at the Jerusalem IFF.

Currently, Corinne and Petr are working on two feature length documentaries. One is a film entitled We are the River, about the Whanganui River in New Zealand, the first river in the world to be granted personhood rights, a legal concept which designates certain environmental entities the status of a legal person, and how indigenous knowledge could help save the planet. The Other is The Coriolis Effect, a cinematic poem about climate change and the world spinning out of control,  filmed in Cape Verde, the archipelago known as the place where hurricanes are born.

Corinne and Petr are committed to outreach work associated with their films and launching impact campaigns to influence changes in society.

Moderator: Kristján Loðmfjörð

sponsors

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo