ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR
Álfrún Örnólfsdóttir er leikstjóri, handritshöfundur og leikkona. Heimildarmyndin Band sem var frumraun hennar sem kvikmyndaleikstjóri var frumsýnd á HotDocs 2022. Myndin var tilnefnd til fjölda verðlauna á erlendum hátíðum. Álfrún kannar vonbrigði, femínisma og berskjöldun í sinni listsköpun en ávallt með von og húmor að vopni. Hún er með leikna mynd í þróun sem áætlað er að taka upp 2025.
SILJA HAUKSDÓTTIR
Silja Hauksdóttir er leikstjóri og höfundur, með B.A. í heimspeki, MFA gráðu í sviðslistum og nám í kvikmyndagerð. Meðal hennar helstu verka er kvikmyndin Agnes Joy og þáttaröðin Systrabönd sem hlutu frábærar viðtökur áhorfanda, gagnrýnenda og allnokkur Edduverðlaun. Silja býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni og syngur karaoke í frístundum.
SNORRI HALLGRÍMSSON
Snorri Hallgrímsson er tónskáld og tónlistarframleiðandi. Auk þess að gefa út eigin tónlist hefur hann á undanförnum árum samið tónlist við heimildamyndirnar Out of Thin Air (2017), Chasing the Present (2019) og Innocence (2022). Þá gerði hann tónlist við spænsku Netflix-myndina The Chalk Line (2022), og hina sannsögulegu bresku spennumynd Anna (2024).