17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður

English

Heimamyndasýning á Skjaldborg

Heimamyndasýning

4. Júní

15:45

Heimamyndasýning í Skjaldborgarbíói

Laugardaginn 4. júní kl. 15:45

Heimamyndadagur er haldinn í tengslum við Skjaldborg í ár. Á heimamyndadeginum er almenningi boðið að koma með heimagerðu kvikmyndirnar sínar, sýna öðrum á stóru tjaldi, og skiptast á fróðleik um myndirnar og miðlana. Heimamyndir gefa okkur tækifæri til að skyggnast inn í fortíðina frá persónulegu sjónarhorni. Gestir og gangandi upplifa liðna tíðfortíðina á lifandi hátt máta og skemmta sér saman. Með þessu gefst fólki tækifæri til þess að sjá efni sem ekki hefur verið aðgengilegt í lengri tíma, enda upptökutæknin oft úrelt eða tækin týnd.

Móttaka heimamynda 1. og 2. júní kl. 16:30 - 18:00

Átt þú heimamyndir og villt sjá þær á stóra tjaldinu? Myndbönd af fjölskyldunni í sumarfríi? Árshátíð grunnskólans? Brúðkaupinu, börnum að leik, fólki að störfum, þorrablótum, fjallinu eða firðinum? Tekið verður á móti myndefni á filmum, spólum, hörðum diskum eða öðru formi og er heimafólk á sunnanverðum Vestfjörðum hvatt til að taka þátt og koma með myndefni að heiman. Heimamyndateymið skoðar efnið og yfirfer filmur í samtali við eigendur. 

Laugardaginn 4. Júní kl. 15:45 – Heimamyndasýning í Skjaldborgarbíói

Valið efni verður sýnt í Skjaldborgarbíó þar sem áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni og óborganlegt heimamyndabingó verður á sínum stað! 

Fyrir frekari upplýsingar og afhendingu efnis endilega hafðu samband:

hmd.samsteypan@gmail.com

Sigga Regína, sími: 868 8241 og Kamilla, sími: 691 8640

Viðburður á Facebook: Skjaldborg - Heimamyndadagur á sunnanverðum Vestfjörðum

Hátið íslenskra
heimildamynda

Contact

skjaldborg@skjaldborg.is

Kt: 6505090800