17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður

English

blessbless.is eftir Friðgeir Einarsson

blessbless.is

28. Maí

15:10

Hentu – hirtu minninguna

Fyrirlestrarverkið blessbless.is (byebye.is) er stutt, performatív kynning á nýjum rafrænum vettvangi sem hjálpar fólki að gera tiltekt. Á flestum heimilum eru hlutir sem hafa ekkert gagn og flækjast fyrir, en við getum samt ekki hugsað okkur að henda því við höfum bundist þeim tilfinningaböndum. Gömul leikföng, skólaföndur, kerti sem minnir mann á gamlan kærasta, minjagripir sem amma og afi komu með úr sólarlandaferð — hvað á að gera við þetta drasl? blessbless.is er rafræn geymsla þar sem fólk getur komið fyrir myndum, myndböndum og sögum af dýrmætum en ónauðsynlegu hlutum, og varðveitt þá að eilífu án þess að þeir taki pláss í raunveruleikanum. Í fyrirlestrarverkinu gerir sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson grein fyrir hugmyndinni og gefur áhorfendum kost á að taka þátt.

Hátið íslenskra
heimildamynda

Contact

skjaldborg@skjaldborg.is

Kt: 6505090800