22. — 25. maí 2026
Patreksfjörður

festival parade

Skjaldborgarhátíðin

Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Efnistök heimildamyndanna sem hafa verið á dagskrá hátíðarinnar í gegn um árin hafa verið fjölbreytt en þær hafa verið allt frá örstuttum myndum upp í myndir í fullri lengd.

Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins.

Hátíðarpassi veitir aðgang að allri dagskrá hátíðarinnar, sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, partýi á laugardagskvöldinu, lokakvöldi með dansiballi, í sundlaugina alla helgina og gistingu á tjaldstæðinu.

Hátíðarpassar eru seldir á heimasíðu Skjaldborgar í aðdraganda hátíðarinnar og í Skjaldborgarbíó á meðan hátíðinni stendur.

Hátíðarpassi veitir aðgang að

  • allri dagskrá hátíðarinnar
  • sjávarréttaveislu á sunnudagskvöldinu (kostar sér 4000kr)
  • plokkfiskboði kvenfélagsins á laugardagskvöldinu (kostar sér 3000kr)
  • partýi og bingói á laugardagskvöldinu (aðeins fyrir handhafa passa)
  • lokaballi, verðlaunaafhendingu og limbókeppni hátíðarinnar (kostar sér 3500 kr)
  • sundlauginni alla helgina (hver miði 1290kr)
  • tjaldstæðinu alla helgina (kostar 3888kr fyrir 3 nætur)

Hér er hægt að kaupa hátíðarpassa.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo