6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Skjaldbakan - fræðsluverkefni fyrir krakka

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda sem hófst haustið 2022 með námskeiðum í heimildamyndagerð fyrir börn í 5.-7. bekk og tengdi þrjá staði á landinu, Patreksfjörð, Seyðisfjörð og Reykjavík. Markmið verkefnisins er annars vegar að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun og hins vegar gefur verkefnið þeim færi á að tengjast börnum í öðrum landshlutum í gegnum sína sköpun.

Skjaldbakan skríður um landið og býður upp á námskeið í heimildamyndagerð. Hún býður krökkum að horfa í kring um sig og skoða sitt nærumhverfi og sinn hversdagsleika í gegnum nýja linsu. Verkefnið gefur þeim tækifæri til þess að varpa sínum hugarheim á hvíta tjaldið og upplifa stoltið sem felst í því að vera höfundur verks í bíósal fullum af áhorfendum, en myndirnar eru sýndar í Bíó Paradís, Skjaldborgarbíói og Herðubreið.

Samstarfsaðilar Skjaldbökunnar eru Patreksskóli, Seyðisfjarðarskóli, Bíó Paradís, Herðubreið og Skjaldborgarbíó.

Styrktaraðilar Skjaldbokunnar eru Barnamenningarsjóður, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Uppbyggingarsjóður Austurlands. Ennig styðja Hertz og Norlandair verkefnið.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo