Undur vatnsins
Páll Steingrímsson
Leikstjóri
Páll Steingrímsson
Framleiðandi
Kvik kvikmyndagerð (Páll Steingrímsson)
Handrit
Páll Steingrímsson, Finnbogi Rögnvaldsson
Kvikmyndataka
Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson
Klipping
Páll Steingrímsson
Tónlist
Áskell Másson
Hvergi í heiminum er auðveldara að fylgjst með margvíslegri hegðun vatns og á Íslandi. Hið mikilfenglega Norður-Atlantshaf, fjöldi stöðuvatna, dynjandi fossar, tærir lækir og gruggugar jökulár sem flæða óheftar yfir stór landsvæði í eldgosum. Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og í honum er fjöldi hvelfinga og íshella. Og víða á landinu eru eldvirk svæði með leir- og goshverum. Fjölbreytileikinn var okkur hvatning til að gera mynd um þetta merkilega efni.