
Testamentet
Christian Sønderby Jepsen
Danski leikstjórinn Christian Sønderby Jepsen setur auglýsingu í blaðið og auglýsir eftir góðum sögum til að gera heimildamynd um. Á þann háttinn finnur hann Henrik, og bræður hans.
Henrik býr fyrir ofan sólbaðsstofu í smábæ á Jótlandi, er óhamingjusamir, fátækur, atvinnulaus bjórdrekkandi og hassreykjandi ungur maður.
„Ef ég hefði vitað að ég myndi ekki erfa neitt, hefði ég gert eitthvað við líf mitt“
Alla ævi hefur hann beðið eftir arfi, sem átti að gera allt betra. Við fylgjumst með honum og bræðrum hans mæta of seint í jarðaförina langþráðu, eltingaleikinn við arfinn og hvað þeir aðhafast á meðan þeir bíða eftir miljónunum.
Christian útskrifaðist 2007 frá heimildamyndalínu danska kvikmyndaskólans, en hann útskrifaðist af braut innan línunnar þar sem er lögð áhersla á að vinna heimildamyndir í stúdíói. Hann fékk nýlega Bodil fyrir bestu dönsku heimildamyndina fyrir Testamentet.