Sófakynslóðin
Áslaug Einarsdóttir, Garðar Stefánsson
Leikstjóri
Áslaug Einarsdóttir, Garðar Stefánsson
Framleiðandi
Ungir aðgerðasinnar
Kvikmyndataka
Áslaug Einarsdóttir, Gabriel Bengston Manrique, Garðar Stefánsson, Ingi Már Sigurmársson
Myndvinnsla og hönnun
Front
Tónlist
Hermigervill
Hljóðvinnsla
Ísleifur Birgisson
Sitjum við bara í sófanum og segjumst vera á móti hlutum en gerum svo ekkert í því? Er Ísland Sófalandið og okkar kynslóð sófakynslóðin?
Sófakynslóðin fjallar um aktivisma á Íslandi og hvað fólk getur gert til að vinna að hugsjónum sínum. Rætt var við unga aktivista og þjóðþekkta einstaklinga sem höfðu mismunandi skoðanir og hugmyndafræði um hvernig hægt væri að breyta, bæta og hafa áhrif á það samfélag sem við búum í. Fylgst var með félagasamtökum á borð við Ísland-Palestína, Íslandsdeild Amnesty International, Íslandsvinum, Femínistafélagi Íslands ofl.