Skessusystur
Halla Mía
Skessugarður er náttúruundur á Jökuldalsheiði, grjót, eintómt stórgrýti, sem hefur raðast í vegg. Samkvæmt þjóðsögunni eru þetta skessulandamerki. Önnur skessanna bjó niðri við sjó og hin inni við jökul. Þær voru sammála um að þær ættu landið til móts við hvor aðra en ekki hvar mörkin lægju. Þær sammæltust því um að á sama degi um sama leyti myndu þær stika til móts við hvor aðra, og þar sem þær mættust reistu þær Skessugarð. Tvíburasysturnar Halla og Védís spegla sig í sögunni af skessunum. Þær hafa alla ævi leitast við að fara sínar eigin leiðir og marka sín eigin svæði, óháð hinni. Á síðsumarsdegi ákveða þær að fylgja í fótspor skessanna í þjóðsögunni og hlaupa til móts við hvor aðra. Önnur frá sjó og hin frá jökli, samtals um 140 kílómetra leið, - og mætast á veggnum, Skessugarði. Skessusystur fléttar saman sögu af þjóðtrú og náttúrunni, utanveguhlaupum og sambandi tvíburasystra.
//
The twin sisters Halla and Védís reflect on their twin sister relationship by following in the footsteps of the troll women who built the Troll Wall in the highlands of Iceland and run 140 kilometres towards each other.