Skarfar
Páll Steingrímsson
Leikstjóri
Páll Steingrímsson
Myndataka
Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson, Þorvarður Björgúlfsson, Dufþakur Pálsson
Klipping
Páll Steingrímsson, Ólafur Ragnar Halldórsson
Skarfa er að finna í öllum heimsálfum. Allstaðar þar sem menn geta lifað þrífast skarfar líka, að því tilskyldu að þeir finni opið vatn og fisk. Þeir eru á hitabeltinu, ísnum á Norður- og Suðurhveli í eyjum og við strendur, en einnig við vötn óralangt frá hafi. Skarfar verpa í 5000 m. hæð í Andesfjöllum. Engin fuglategund hefur aðlagað sig slíkum öfgum sem skarfurinn. Talað er um 39 tegundir skarfa, en það er nokkuð á reiki meðal fræðimanna. Þar sem fæðuframboð er örast er oft gríðarlegur fjöldi skarfa.