Sigríður Níelsdottir
Kira Kira og Orri Jónsson
Leikstjóri
Kira Kira og Orri Jónsson
Sigríður Níelsdóttir er stórmerkileg 78 ára gömul listakona, sem býr yfir fádæma sköpunargleði og atorku sem glatt hefur alla sem komist hafa í kynni við tónlist hennar. Hún hefur á aðeins sjö ára tímabili gefið út sextíu breiðskífur með eigin lagasmíðum.
Einn sá eiginleiki Sigríðar sem er hvað mest hrífandi, er hvað hún nálgast sinn miðil af miklu sakleysi,
og hversu hlý, organísk og frumleg heimatilbúin sköpunarverk hennar eru.