
Sægreifinn
Eiríkur Guðmundsson
Leikstjóri
Eiríkur Guðmundsson
Framleiðandi
Eiríkur Guðmundsson, Haukur Valdimar Pálsson
Sægreifi
Kjartan Halldórsson
Meðframleiðandi
Emil Freyr Freysson
Kjartan Halldórsson er gamall kokkur af sjó sem hefur rekið veitingastaðinn Sægreifann í um áratug og slegið í gegn hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum, með heimilislegri stemmningu og lífsgleði sinni. Hann talar aðeins íslensku og kann ekki á peningakassann svo hann reiðir sig á stelpur staðarins, einna helst Elísabetu ráðskonu sína. Á morgnana koma trillukarlar og ræða málin yfir kaffi allan ársins hring, flestir komnir yfir sjötugt. Þegar hnígur að hausti róast yfir Sægreifanum og kemur að því að Kjartan þarf að horfast í augu við elli kerlingu og velja sér arftaka, en ekki er víst að maður komi í manns stað.