Sá guli
Páll Steingrímsson
Leikstjóri
Páll Steingrímsson
Handrit og texti
Páll Steingrímsson
Kvikmyndataka
Páll Steingrímsson, Björn Ó. Guðmundsson, Erlendur Bogason, Karl Gunnarsson, Sigurður Bragason, Grétar Örn Valdimarsson, Jóhannes Jónsson, Friðþjófur Helgason, Tómas Marshall, Guðjón Ólafsson, Ernst Kettler
Leikarar
Guðmundur Tegeder, Sveinn Tómasson, Dufflakur Pálsson, Sylvía Pálsdóttir
Tónlist
Þórður Högnason
Þulur
Guðjón Einarsson
Klipping
Páll Steingrímsson, Ólafur Ragnar
Grafík
Sigurður Þórisson
Hljóðsetning
Ólafur Ragnar
Lengd
48
“Sá guli” er mynd um þorskinn. Þar er ýjað að sögu þorskveiða á Íslandi frá upphafi vega og sagt frá veiðum útlendinga á Íslandsmiðum. Gerð er úttekt á þorskveiðum eins og þær eru stundaðar í dag og veiðafærum gerð skil. Drjúgur þáttur myndarinnar er um vísindin sem veiðarnar byggja á. Fylgst er með hrygningu, klaki og uppvexti seiða. Í myndinni eru neðanborstökur af gönguþorski á grunnslóð og hvernig hann tekur agn á línu og festist í netum. Sagt er frá vinnslu og nýtingu aflans. Einnig eru sýndar tilraunir með að hæna fisk í kvíar með lykt eða hljóðmerkjum. Ekki er vitað til að önnur skyld mynd hafi verið gerð um þennan merkilega fisk.