Pólitískt bíó
Anna Björk Einarsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Magnús Þór Snæbjörnsson
Leikstjóri
Anna Björk Einarsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Magnús Þór Snæbjörnsson
Framleiðandi
Kjánska
Myndataka / klipping
Kjánska
Sumarið 2005 fór hópur fólks upp að Kárahnjúkum til þess að mótmæla byggingu virkjunar sem sjá átti álveri Alcoa á Reyðarfirði fyrir rafmagni. Mótmælendurnir mættu andstöðu í íslensku samfélagi frá upphafi og voru fljótlega uppnefndir atvinnumótmælendur í fjölmiðlum.
Steinunn Gunnlaugsdóttir var ein þeirra sem tók þátt í þessari baráttu. Persóna hennar var því ákjósanlegur útgangspunktur kvikmyndar sem ætlað var að fjalla um þessa tegund mótmæla og því fyrirbæri sem þeim er stefnt gegn: Kapítalisma.