6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Óskin

Árni Sveinsson

Leikstjóri
Árni Sveinsson
Lengd
60

Bubbi Morthens fór í stúdíó í janúar á þessu ári til að leggja drög að nýrri plötu. Þetta átti að vera svona endurkoma saganskáldsins og trúbadúrsins Bubba, sem var hans helsta einkenni í upphafi ferilsins. Bubbi hefur gert svo margar sólóplötur að enginn er með nákvæma tölu á hreinu.

Plötuna átti að taka upp algjörlega live og því var mikið lagt uppúr æfingum og stemningu og svo vara bara talið í. Hljómar einfalt. En ekkert gengur þrautarlaust fyrir sig og stundum er erfiðara að snúa til baka heim en að halda áfram veginn.

Kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Árni Sveinsson fékk að fylgjast með og útkoman er portrett af manni við iðju sína sem allir hafa skoðun á en fæstir í raun þekkja.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo