Leikstjóri
Árni Sveinsson
Framleiðandi
Grímar Jónsson
Klippari
Gunnar Konráðsson
Hljóðhönnun
Huldar Freyr
Tónlist
Mono Town
Handboltahetjan Ólafur Indriði Stefánsson leggur skóna á hilluna og snýr aftur heim til Íslands eftir 20 ára farsælan atvinnumannaferil í útlöndum. Hann tekur við þjálfarastöðu hjá sínu gamla uppeldisfélagi Val sem stendur höllum fæti. Við sláumst í för með hinum óútreiknanlega og heimspekiþenkjandi Óla og fáum einstaka sýn inn í heim keppnisíþrótta og hugarfar sigurvegarans.