Með hangandi hendi
Árni Sveinsson
Leikstjóri
Árni Sveinsson
Framleiðandi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Klipping
Anna Þóra Steinþórsdóttir
Kvikmyndataka
Árni Sveinsson, Bergsteinn Björgúlfsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Hljóð
Tómas Freyr Hjaltason
Við fylgjumst með Ragga Bjarna á tímamótum þar sem hann er að sigla inn í 75. aldursárið – ár sem einnig markar 60 ára starfsafmæli hans. Ferill Ragnars Bjarnarsonar spannar nánast alla sögu íslenskrar dægurtónlistar en þótt myndavélin fylgi honum eftir við tónleikahald er það ekki aðeins tónlistin sem myndin fangar, heldur er líka skyggnst á bakvið ímynd söngvarans Ragga Bjarna.