Magnús Blöndal
Ari Alexander Ergis Magnússon
Leikstjóri
Ari Alexander Ergis Magnússon
Framleiðandi
Ergis kvikmyndaframleiðsla, Palomar Pictures, Smekkleysa s.m.s.f., Tónskáldafélag Íslands
Magnús Blöndal Jóhannsson (fæddur 1925 – 2005) stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann fór til framhaldsnáms til hins virta Juilliard skóla í New York árið 1947 og dvaldi þar við tónsmíðanám til ársins 1952. Á fyrstu árum tónsmíðaferils síns samdi Magnús mestmegnis tónlist fyrir píanó og söng. Magnús Blöndal var leitandi og skapandi tónskáld og lagði kapp á að finna verkum sínum farveg í þeim stefnum og straumum sem nýjust voru um miðbik aldarinnar. Auk starfa við tónsmíðar var Magnús Blöndal Jóhannsson um skeið hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og starfaði um árabil við Ríkisútvarpið.