6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Hvað er svona merki­legt við það?

Halla Kristín Einars­dóttir

Leikstjóri
Halla Kristín Einarsdóttir

Í kjölfar hinnar róttæku og litríku kvennabaráttu áttunda áratugarins ákváðu konur að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði og stofnuðu Kvennaframboð til borgarstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár. Kvennaframboðin voru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu og hafa haft óumdeilanleg áhrif á íslensk stjórnmál, pólitískar áherslur og hugmyndir okkar um vald síðan þau komu fram á sjónarsviðið. Þótt sérframboð kvenna séu ekki einsdæmi er saga íslensku kvennaframboðanna yfirgripsmeiri og árangursríkari en annarstaðar og í kringum þau þreifst einnig önnur merkileg grasrótarstarfsemi kvenna.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo