Húdas Húdas
Frosti Jón Runólfsson
Það er „Svartu Föstudagur“ í fjallaþorpinu San Pedro: sérstakur dagur helgisiða, sem nú hefur orðið að ofskynjandi og táknrænni kvikmynd. Gullklæddur maður heldur af stað í ferðalag um frjósöm landslög Filippseyja ásamt dauðanum sjálfum, á meðan íbúar landsins minnast svika Júdasar með því að syrgja sitt seinasta ár – og róta í sárunum sem skilin voru eftir spænska nýlendu tímabilið sem stóð í yfir 300 ár. Atvik eiga sér stað og nóttin fellur yfir útsetta tónlist „The Brian Jonestown Massacre“. Það líður senn að endalokunum og eitthvað nýtt nálgast. Hamfarir á blómaskeiðinu og Valhöll hitabeltisins strjáð pálmatrjám úr plasti, kannski. En einnig heimur sem stjórnast ekki af keisurum né kortum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Jón Runólfsson er hér lengst útí óbyggðum, þar sem vitranir og dagdraumar verða að goðsögnum og þjóðsögum.