
Hrikalegir
Haukur Valdimar Pálsson
Leikstjóri
Haukur Valdimar Pálsson
Aðalhlutverk
Kári Elísson, Stefán Hallgrímsson,Benedikt Magnússon
Lengd
66
Steve Gym er gamalgrónasta lyftingastöð íslenskra kraftlyftinga, þar sem þjálfarinn Steve (Stefán Hallgrímsson) hefur í fjóra áratugi þjálfað sterkustu menn landsins, auk öryrkja og kynlegra kvista miðbæjar Reykjavíkur. Myndin gefur innsýn í lokaðan heim kraftakarla, sem voru áður óskabörn þjóðarinnar en hafa horfið úr augsýn almennings. Heimsmeistarar í lyftingum á borð við öldunginn knáa Kára Kött og heimsmethafann Benedikt Magnússon ausa úr skálum visku sinnar auk þess sem þeim er fylgt á stórmót þar sem þjálfun Steve ber ávöxt.