
Hrikalegir
Haukur Valdimar Pálsson
Leikstjóri
Haukur Valdimar Pálsson
Tegund
Frumsýning
Aðalhlutverk
Kári Elísson, Stefán Hallgrímsson,Benedikt Magnússon
Lengd
66
Frumsýningarár
2012
Steve Gym er gamalgrónasta lyftingastöð íslenskra kraftlyftinga, þar sem þjálfarinn Steve (Stefán Hallgrímsson) hefur í fjóra áratugi þjálfað sterkustu menn landsins, auk öryrkja og kynlegra kvista miðbæjar Reykjavíkur. Myndin gefur innsýn í lokaðan heim kraftakarla, sem voru áður óskabörn þjóðarinnar en hafa horfið úr augsýn almennings. Heimsmeistarar í lyftingum á borð við öldunginn knáa Kára Kött og heimsmethafann Benedikt Magnússon ausa úr skálum visku sinnar auk þess sem þeim er fylgt á stórmót þar sem þjálfun Steve ber ávöxt.















