Feathered Cocaine
Örn Marinó Arnarson, Þorkell S. Harðarson
Leikstjóri
Örn Marinó Arnarson, Þorkell S. Harðarson
Framleiðandi
Örn Marinó Arnarson, Þorkell S. Harðarson
Kvikmyndataka
Halldór Gunnarsson
Klipping
Steinþór Birgisson
Fálkar eru stöðutákn í Persaflóanum. Ef þú átt góðan fálka ertu maður með mönnum, átt sannkallaða konungagersemi. Olíudollarar Persaflóans kalla á smygl, ofveiði og rányrkju á fálkunum sem Arabarnir þrá meira en nokkuð annað. Þjóðarleiðtogar, konungsættir, alþjóðlegir hryðjuverkamenn og glæpasamtök tengjast í gegnum fálkann og þráhyggjunnar sem skapast í kringum hann. Fálkinn er ekki lengur fugl í augum þeirra – hann er verslunarvara. Hann er fiðrað kókaín og þeir eru háðir honum og tilbúnir að borga meira en eina milljón dollara fyrir réttan fugl.