17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður

Mynd úr Every Face Has a Name

Every Face Has a Name

4. júní
20:00
Leikstjóri
Magnus Gertten

Every Face Has a Name er mynd eftir heiðursgest Skjaldborgar 2022, sænska heimildamyndahöfundinn Magnus Gertten.

Every Face Has a Name er mynd um mennskuna og marglaga merkingu frelsisins. Þann 28. apríl 1945 stigu hátt í tvö þúsund manns á land í Malmö eftir dvöl í útrýmingarbúðum nasista. Fest var á filmu þegar skipin lögðu að höfn og fólkið steig á land í nýfundið frelsið. Um borð voru liðsmenn úr norsku andspyrnuhreyfingunni, pólskar mæður með hvítvoðunga, breskir njósnarar og gyðingar, börn, ungmenni og roskið fólk. Í verkinu leggur Magnus Gertten upp í þá vegferð að finna fólkið á myndunum, ljá þeim rödd og tengja við persónu nafnlausra andlitanna. Þegar fólkið horfir á myndefnið í fyrsta sinn upplifir það aftur tilfinninguna um frelsið, óöryggið, ringulreiðina og hamingjuna á þessum örlagaríka degi í lífi þeirra. Sögum þeirra er skeytt saman við hliðstæðar sögur nafnlausra flóttamanna okkar tíma sem koma að landi á Sikiley árið 2014.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo