6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Draum­urinn um veginn: Gengið til orða

Erlendur Sveinsson

Leikstjóri
Erlendur Sveinsson
Framleiðandi
Erlendur Sveinsson
Kvikmyndataka, litgreining, samsetning
Sig. Sverrir Pálsson
Hljóðupptaka
Sigurður Hr. Sigurðsson
Þulur
Egill Ólafsson
Hljóðhönnun
Bogi Reynisson
Aðalráðgjafi í málefnum Jakobsvegarins
Nancy L. Frey
Þýðingar úr spænsku, frönsku, og ensku
Elías Portela Fernández, Heiða Sturludóttir, Guðmundur Erlingsson, Oddný Sen, Erlendur Sveinsson
Málfarsráðunautur
Ásdís Egilsdóttir
Framleiðslufyrirtæki
Kvikmyndaverstöðin ehf.
Lengd
104

Gengið til orða, er þriðji hluti kvikmyndabálksins DRAUMURINN UM VEGINN, sem er í fimm hlutum og fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður Spáni.  Með pílagrímsgöngu sinni og skýrgreiningu á sjálfum sér sem menningarpílagrími lætur Thor Vilhjálmsson, einn helsti brautryðjandi nútímaskáldsögunnar á Íslandi, 40 ára draum sinn um að ganga hinn forna, 800 km langa forna pílagrímaveg til heilags Jakobs eftir endilöngum norður Spáni, rætast og það á árinu sem hann verður áttræður. Með því sannar hann það sem stundum hefur verið haldið fram að aldrei sé of seint að láta drauma sína rætast. Inn í gönguna fléttast endurlit heim til Íslands og til Frakklands, þar sem Thor hóf rithöfundarferil sinn. Hann er staddur á spönsku hásléttunni í upphafi myndarinnar og hittir þar fyrir kvikmyndahandritsráðgjafa frá New York, sem komið hefur til Íslands að sýna íslenskum kvikmyndagerðarmönnum fram á hversu góðir sagnamenn þeir séu. Myndinni lýkur við Járnkrossinn í León héraði, sem er eitt dularfyllsta minnismerkið við veginn með rætur og siðvenju langt aftur í gráa forneskju.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo