
Dauðans Alvara
Áslaug Baldursdóttir
Leikstjóri
Áslaug Baldursdóttir
Framleiðandi
Áslaug Baldursdóttir
Klippari
María Ágústsdóttir
Dauðans alvara er heimildarmynd sem fjallar um útfararþjónustu og þá starfsemi sem í henni er fólgin.
Sagt er frá því ferli sem á sér stað frá andláti til grafar á skýran og áhugaverðan hátt og svarar myndin mörgum spurningum sem fólk kann að hafa um þetta viðkvæma ferli.
Fylgst er með Rúnari Geirmundssyni og sonum hans að störfum hjá Útfararþjónustunni í Reykjavík í eina viku. Útfararstjórinn fer með áhorfendur í gegnum hefðbundinn vinnudag og í gegnum það ferli sem óumflýjanlega fylgir dauðanum.