6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Busca la Vida

Sigvaldi og Stefán Lofts­synir

Leikstjóri
Sigvaldi og Stefán Loftssynir
Lengd
46

Myndin „Busca la Vida“ fjallar um ungt fólk sem hefur kosið að lifa á götunni í borginni Málaga á suður-Spáni.  Í myndinni er skyggnst inn í líf þeirra á miklum umbrotatímum þar sem hertar aðgerðir yfirvalda gegn götufólki eru að hrekja það burt úr borginni.

Tvíburabræðurnir Sigvaldi og Stefán Loftssynir fluttu til Malaga á suður Spáni árið 2003 eftir að hafa lokið menntaskóla hér á landi. Þeir sáu fljótt að Málaga var suðupottur fyrir götufólk af öllum þjóðernum. Báðir höfðu þeir brennandi áhuga á kvikmyndagerð og eftir að hafa kynnst nokkrum götubúum fengu þeir að fylgja nokkrum þeirra eftir til að fanga sögu þeirra og líferni á filmu.

Það var ekki fyrr en eftir dvöl þeirra á Málaga, árið 2004, sem þeir fóru til Danmerkur að stunda nám við European Film College (EFC). Eftir námið þar hafa þeir báðir unnið við kvikmyndagerð að ýmsum verkefnum en það er ekki fyrr en nú sem þeir ákváðu að leyfa sögu „Busca la Vida“ að líta dagsins ljós, með heimsfrumsýningu á Skjaldborg 2011.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo