6. — 9. júní 2025
Patreksfjörður

Áður óséðar perlur frá Patró

í brenni­depli

6. júní
20:15

Garðar Ó. Jóhannesson (f. 1900 – d. 1970) kvikmyndaði daglegt líf á Patreksfirði á árunum 1948 til 1953. Þetta voru uppgangstímar þar sem m.a. var unnið við byggingu hafnarmannvirkja og nýir togarar komu til þorpsins. Filmur Garðars voru sennilega aldrei sýndar opinberlega en nú gefst kostur á að kíkja inn um þennan einstaka glugga til fortíðar með Kvikmyndasafni Íslands. Garðar og bróðir hans Friðþjófur ráku fjölskyldufyrirtækið Ó. Jóhannesson, sem var verslun og útgerð, frá árinu 1936 að föður sínum látnum.

Styrktaraðilar

logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo
logo