17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður
Steypa

English

Steypa

Markús Þór Andrésson, Ragnheiður Gestsdóttir

Leikstjóri

Markús Þór Andrésson, Ragnheiður Gestsdóttir

Framleiðandi

LoFi Productions

Fram koma

Ásmundur Ásmundsson , Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Huginn Þór Arason Katrín Sigurðardóttir, Margrét H Blöndal, Unnar Örn Jónasson Auðarson

Tónlist

Ólafur Björn Ólafsson

Grafík

Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Sighvatur Ómar Kristinsson

Heimildamynd um íslenska samtímamyndlist.

Í myndinni er fylgst með sjö listamönnum um tveggja ára skeið. Þau eru að koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvert öðru á ýmsan hátt. Steypa gefur innsýn í vinnuferli og viðhorf þessarar kynslóðar, sýnir hvernig hugmyndir fæðast og eru útfærðar í listaverk. Ási hellir Pepsí í Fantaflöskur, Gabríela hendir í deig og smellir á andlitið á sér, Margrét heillast af hulsum og pakkningum í Mosfellsbæ, Huginn klippir af sér hárið og lætur búa til hárkollu, Unnar stelur afleggjurum á elliheimili, Gjörningaklúbburinn endurskapar stjörnuhiminn Van Goghs úr lakkrísafgöngum, Katrín smíðar lítið hús til þess eins að henda því fram af stærra húsi. Hvað liggur að baki?

Hátið íslenskra
heimildamynda

Contact

skjaldborg@skjaldborg.is

Kt: 6505090800