17. — 20. maí 2024
Patreksfjörður
Drottins náð

English

Drottins náð

Kristján Loðmfjörð

Leikstjóri

Kristján Loðmfjörð

Framleiðandi

Marzena Michalek-Dabrowska

Framleiðandi

Kristján Loðmfjörð

Framleiðandi

Zosia Orlowska

Kvikmyndataka

Agnieszka Rayss

Kvikmyndataka

Jan Bryckzinski

Í heimildamyndinni Drottins náð er notast við munnlegar frásagnir til að nálgast viðfangsefni er fjalla um fjölbreytileg og flókin sambönd manna og dýra. Þrettán einstaklingar koma fram og deila persónulegri reynslu af tilteknu dýri. Sögurnar lýsa ýmist djúpstæðri vináttu eða á einhvern hátt óvenjulegum samskiptum. Þar á meðal eru sögur af dýrum sem þykja framúrskarandi gáfuð og hafa jafnvel notað vit sitt og útsjónarsemi til að bjarga lífi þess sem segir frá. Dýrum sem eru til nytja, eru heimilisvinir eða gegna báðum þessum hlutverkum. Eins er að finna sögur af dýrum sem birtast mönnum að handan og þeim skilaboðum og táknum sem því kann að fylgja.

Myndin er tekin upp til sveita á Íslandi þar sem nándin við dýrin er ráðandi þáttur í daglegu lífi og störfum en hlutskiptin ávallt afgerandi. Í grunninn er dregin upp mynd af kristnu samfélagi og velt upp siðferðislegum spurningum um samband húsbónda og þræls.

Hátið íslenskra
heimildamynda

Contact

skjaldborg@skjaldborg.is

Kt: 6505090800